09.05.1988
Sameinað þing: 81. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7752 í B-deild Alþingistíðinda. (5838)

Afgreiðsla fyrirspurna

Danfríður Skarphéðinsdóttir:

Herra forseti. Enn virðast menn gera sér vonir um þinglok í þessari viku. Ég vil aðeins vekja athygli hæstv. forseta á að fyrir tæpum mánuði bar ég fram tvær skriflegar fsp. til hæstv. fjmrh. Sú fyrri er á þskj. 754 og var dreift 11. apríl sl., en spurning mín til hæstv. fjmrh. er um hlutdeild ríkisstarfsmanna í tekjuskattsgreiðslum í ríkissjóð. Sú seinni er borin fram af mér ásamt hv. þm. Kristínu Einarsdóttur. Hún er á þskj. 830 og var dreift 12. apríl sl. og er um heildartekjur launafólks á tilteknum árum.

Vil ég nú fara fram á það við hæstv. forseta að hann ýti við því að svör við þessum fsp. berist áður en þinghaldi lýkur nú í vor.