09.05.1988
Sameinað þing: 81. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7762 í B-deild Alþingistíðinda. (5861)

368. mál, samvinna Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði markaðsmála

Frsm. utanrmn. (Kjartan Jóhannsson):

Virðulegi forseti. Þessi till. fjallar um að koma á fót nefnd til þess að taka til sérstakrar athugunar þá þróun sem fyrir dyrum stendur í Evrópu, einkanlega með tilliti til ákvörðunar Evrópubandalagsins um sameiginlegan innri markað og að þessi nefnd skili skýrslu um athuganir sínar og tillögur.

Utanrmn. mælir með samþykkt þessarar tillögu með þeirri breytingu að í stað þess að nefndin skili skýrslu fyrir árslok 1988 verði tímafresturinn til 1. apríl 1989 og enn fremur með þeirri breytingu að í stað þess að utanrrh. skipi nefnd sjö alþm. eftir tilnefningu þingflokka verði nefndin kosin hlutbundinni kosningu hér á Alþingi og hana skipi níu menn.