09.05.1988
Efri deild: 96. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7806 í B-deild Alþingistíðinda. (5939)

293. mál, áfengislög

Margrét Frímannsdóttir:

Herra forseti. Með tilliti til þess að engin sú tillaga sem tryggir öflugt forvarnarstarf, fræðslu um skaðsemi áfengis, hefur fengist samþykkt hér á hv. Alþingi þrátt fyrir það að allar þær skýrslur sem við höfum fengið um áhrif sölu áfengs öls í nágrannalöndum okkar sýni að þar er um gífurlega aukningu drykkju unglinga að ræða, þá hafa hv. alþm. ekki verið tilbúnir til þess að tryggja aukna fræðslu. Ég er móðir tveggja unglinga og segi þess vegna nei.