09.05.1988
Neðri deild: 97. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7809 í B-deild Alþingistíðinda. (5945)

432. mál, Ríkisendurskoðun

Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Sem svar við spurningum hv. 6. þm. Norðurl. e. vil ég taka fram að fjh.- og viðskn. hefur kannað frv. og fullvissað sig um að sú lagasetning, sem hér er um að ræða, sé eðlileg og nauðsynleg. Við teljum þær efasemdir, sem komið hafa fram og haldið hefur verið á lofti gegn þessu máli, ekki á rökum reistar. Þess vegna leggjum við til að frv. verði samþykkt.

Ég tel ekki ástæðu til þess að tortryggja Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðun er komin undir Alþingi og það er á valdi Alþingis að sjá um það að hún sinni hlutverki sínu með eðlilegum hætti.