10.05.1988
Neðri deild: 100. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7857 í B-deild Alþingistíðinda. (5995)

360. mál, umferðarlög

Forseti (Jón Kristjánsson):

Óskað er eftir sératkvæðagreiðslu um 2. gr. (Gripið fram í.) Það er þegar búið að fella brtt. Að venju er því borin upp 2.–6. gr. (Gripið fram í.) Ef óskað er eftir sératkvæðagreiðslu um 2. gr. verður hún að sjálfsögðu borin upp sér. (Gripið fram í.) Fundarsköp eru með venju vegna þess að óskað hefur verið eftir atkvæðagreiðslu um 2. gr. og hún er að sjálfsögðu sér.