11.05.1988
Neðri deild: 104. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7972 í B-deild Alþingistíðinda. (6183)

Starfslok neðri deildar

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Fyrir hönd okkar þingmanna vil ég þakka forseta góðar óskir okkur og fjölskyldum okkar til handa. Enn fremur þakka ég forseta fyrir hönd allra þingmanna hv. Nd. góða og réttláta fundarstjórn, umburðarlyndi og ánægjulegt samstarf á margan hátt.

Skrifstofustjóra og öllu starfsfólki Alþingis, sem mikið hefur mætt á, þökkum við einnig fyrir vel unnin störf og mikla tillitssemi við þingmenn við erfiðar aðstæður. Við færum forseta og fjölskyldu hans, starfsfólki og fjölskyldum þess bestu óskir um gott og ánægjulegt sumar með ósk um að öll megum við hittast heil og hamingjusöm að hausti.

Ég vil biðja hv. þm. að staðfesta þessar óskir með því að rísa úr sætum. - [Deildarmenn risu úr sætum. ]