24.11.1987
Neðri deild: 14. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1215 í B-deild Alþingistíðinda. (811)

42. mál, áfengislög

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Það er kominn klukkutími fram yfir venjulegan fundartíma og það eru ekki margir inni í hv. deild þannig að mér finnast það vera mjög óeðlileg vinnubrögð að halda þessari umræðu áfram undir þeim kringumstæðum. Ég veit ekki hvort þetta mál á að hafa sérstakan forgang. Það virðist vera ef á að halda þessu áfram. Ég fyrir mitt leyti er á mælendaskrá, en var búinn að gera ráðstafanir og verð að víkja af fundi.