24.11.1987
Neðri deild: 14. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1219 í B-deild Alþingistíðinda. (818)

42. mál, áfengislög

Forseti (Óli Þ. Guðbjartsson):

Eins og hér hefur komið fyrr fram bað hv. 6. þm. Norðurl. e. um orðið fyrr á fundinum. Hann hefur að vísu talað tvívegis fyrr í þessum umræðum, hafði hins vegar ekki aðstöðu til að tala á þeim tíma sem honum gafst kostur á á fundinum og gerði grein fyrir því. Með því að forseti lítur svo á, enda þótt málið sé mjög umdeilt, að fátt sé þýðingarmeira en að þm. fái fullt frelsi til að tjá sig um mál af hvaða tagi sem er er þessari umræðu frestað og málinu þess vegna ekki lokið í dag. (GHelg: Má ég spyrja forseta hvort margir séu á mælendaskrá). Einn er á mælendaskrá. (GHelg: Mikil er mildi forseta.)