25.11.1987
Sameinað þing: 21. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1221 í B-deild Alþingistíðinda. (825)

Varamenn taka þingsæti

Frsm. kjörbréfanefndar (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf Benedikts Bogasonar, 1. varamanns Borgarafl. í Reykjavíkurkjördæmi, en óskað er eftir að hann taki sæti á Alþingi í forföllum Alberts Guðmundssonar, hv. 5. þm. Reykv. Kjörbréfanefnd leggur til að kjörbréfið verði samþykkt. Þá hefur nefndin einnig haft til athugunar kjörbréf Níelsar Árna Lund, 1. varamanns Framsfl. í Reykjaneskjördæmi, en óskað er eftir að hann taki sæti á Alþingi í fjarveru Steingríms Hermannssonar, hæstv. utanrrh. og 3. þm. Reykn. Kjörbréfanefnd leggur einnig til að það kjörbréf verði samþykkt.