25.11.1987
Neðri deild: 15. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1244 í B-deild Alþingistíðinda. (842)

Frumvarp um breytingu á áfengislögum

Geir H. Haarde:

Herra forseti. Ég vil bara minna hæstv. forseta, sem hyggst nú taka fyrir 4. dagskrármálið, á þau ummæli sem hann viðhafði hér í gær um að þess yrði 1987 freistað að ljúka 3. dagskrármálinu, sem var frestað, að mínum dómi ranglega, í gær, og að það yrði tekið fyrir strax í upphafi fundar. Ég vænti þess að forseti hyggist standa við orð sín að þessu leyti.