26.11.1987
Sameinað þing: 22. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1269 í B-deild Alþingistíðinda. (867)

35. mál, milliþinganefnd um staðgreiðslu skatta

Fjármálaráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson):

Herra forseti. Því til staðfestu að ríkisstjórn er fulljóst mikilvægi útsvarsstofnsins fyrir tekjur sveitarfélaga er rétt að árétta að af hálfu fjmrn. hefur því verið yfir lyst við samtök sveitarfélaga að við erum reiðubúnir að reyna að eyða allri óvissu um framkvæmd innheimtu á fyrsta ári í staðgreiðslu með því að tryggja sveitarfélögunum innheimtuárangur miðað við gefnar forsendur, eins og sérstaklega hefur komið fram í bréfum frá nefndum á vegum ráðuneytisins til Sambands ísl. sveitarfélaga. Því hefur verið sérstaklega fagnað og um þetta mál er hið besta samkomulag eftir því sem best er vitað.