17.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 264 í B-deild Alþingistíðinda. (100)

4. mál, landsreikningurinn 1906-1907

Júlíus Havsteen:

Það hefir aldrei verið siður, að vísa þessu frv. til fjárlaganefndarinnar eða nefndar yfir höfuð allan þann tíma, sem eg hefi setið á þingi. Það er alveg óþarft og auk þess er það tímatöf að ganga gegnum alla pósta í endurskoðuninni; mér sýnist vér sannarlega ekki hafa svo mikinn tíma aflögum hér í deildinni, að við getum gefið okkur við slíku.