20.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í B-deild Alþingistíðinda. (1049)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Jón Jónsson (1. þm. N.-Múl.:

) Það er breyt.till. á þgskj. 283, sem eg vil, leyfa mér að fara hér nokkrum orðum um.

Þessi breyt.till. kann nú að þykja óþörf, af því að í fræðslulögunum er ætlast til, að farskólar verði komnir upp um landið alt árið 1909 -´10, en till. stafar af því, að málið er nú á þingi, og fræðslumálanefnd hefir borið fram frumvarp um að fresta framkvæmd þessara laga, farskólaskyldunni, þangað til 1912. Mér þætti hart, ef þingið tæki ekki til greina vilja þjóðarinnar, sem er einróma um það, að ákvæðin séu of hörð, um almenna farskóla-skyldu. Ef kenslan gerir sama gagn, þar sem farkennarar eru og við farskólana, þá mælir líka alt með breytingum.