01.05.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 265 í B-deild Alþingistíðinda. (107)

5. mál, samband Danmerkur og Íslands

Sigurður Stefánsson:

Eg ætla að það muni þykja betur viðeigandi, að skipa nefnd í þetta stórmál, enda gæti það verið hagur fyrir málið, þó sú nefnd hafi æði stuttan vinnutíma, þar sem háttv. Nd. hefir þóknast að liggja á á málinu allan tíma þingsins hingað til. En málið verður að athuga svo vel sem kostur er, og vil eg því leggja til, að 5 manna nefnd sé kosin í það.