01.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 388 í B-deild Alþingistíðinda. (1110)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Sigurður Gunnarsson:

Að eins örfá orð út af ræðu háttv. sessunautar míns (J. Þ.) um Stykkishólmssímann. Eg hefði haldið, að ættrækni hans stæði dýpri rótum en svo, að hann væri á móti því, að Snæfellingar fengju síma. Þjóðatalningu hans undir Jökli tók eg sem meinlaust spaug; hann játar sjálfsagt með mér, að fólkið þar vestra sé alls góðs maklegt, enda hefir landssjóður ekki hingað til oftekið sig á, að styrkja íbúa þess bygðarlags með fjárframlögum.

Út af öðrum spaugsyrðum sama háttv. þm. (J. Þ.), skal eg taka fram, að úr því hann hefir nú einu sinni gengið inn á, að hafa mig fyrir skriftaföður, kann eg því illa, að fara sjálfur að skrifta fyrir honum.