31.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 586 í B-deild Alþingistíðinda. (1188)

2. mál, fjáraukalög 1908 og 1909

Framsögumaður (Skúli Thoroddsen):

Eg hefi ekki ástæðu til að taka neitt fram viðvíkjandi ræðum þeim, sem haldnar hafa verið. Að eins viðvíkjandi Rangárbrúnni vil eg geta þess, að eg benti háttv. 1. þm. Rangv. (E. P.) á það, er rætt var um málið í fjárlaganefndinni, að þar sem ágreiningur væri í héraði um brúarstæðið, væri heppilegast, að sýslan skæri úr því með því, að leggja fram það, sem munar á kostnaði við að hafa brúna á efri eða neðri staðnum. En þar sem þessari till. minni var þá að engu sint í fjárlaganefndinni, þá er eg úr allri sök, þótt eg nú greiddi atkv. gegn henni. Engu að síður mun eg þó greiða henni atkv. að þessu sinni; en eg er hræddur um, að það komi að litlu liði, því að þótt hún merjist í gegn hér í deildinni með 12 atkv. gegn 11, eða svo, má ganga að því vísu, að hún verði feld í Ed.