29.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 600 í B-deild Alþingistíðinda. (1215)

3. mál, fjáraukalög 1906 og 1907

Jóhannes Jóhannesson:

Eg ætla að taka í sama strenginn og 1. þm. Rangv. (E. P.) Mér finst það mjög afsakanlegt af ungum sýslumanni, að hann áttar sig ekki á, að manntalsgjöldin í þessari sýslu eiga að innheimtast — gagnstætt í öðrum sýslum landsins— eftir verðlagsskrá, seni ekki er gengin í gildi, þegar innheimtan fer fram, sérstaklega þar sem maður sá, er settur var í sýsluna á undan honum, hafði gert sig sekan í sama athugaleysinu. Og þótt hann svo hafi fengið athugasemd frá endurskoðanda, þá er ekki svo mjög á því að byggja, því að það er oft, sem ráðherra ákveður, að athugasemdir endurskoðanda skuli niður falla. Auk þess finst mér það ótilhlýðilegt af Nd., ef hún vildi gera þetta að kappsmáli við Ed., sem lagt hefir til, að allar skaðabótarkröfur skyldu niður falla.