07.05.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 366 í B-deild Alþingistíðinda. (122)

5. mál, samband Danmerkur og Íslands

Lárus H. Bjarnason:

Það var svo mikið talað síðast í þessu máli, að eg býst ekki við, að mikið verði sagt nú við þessa umræðu.

Eg vildi að eins lýsa því yfir fyrir hönd minni hlutans, eða að minsta kosti fyrir hönd Heimastjórnarflokksins, að hann mun greiða atkvæði gegn frumv., af þeirri ástæðu að háttv. forseti vildi ekki taka þær ástæður gildar, sem flokkurinn bar fram við 2. umr. fyrir því, að greiða ekki atkvæði um frumv. meiri hlutans.