19.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 700 í B-deild Alþingistíðinda. (1260)

5. mál, samband Danmerkur og Íslands

Skúli Thoroddsen:

Eg man greinilega eftir þeim ummælum Christensens forsætisráðherra, að fresta að leggja málið fyrir ríkisþingið, unz séð yrði, hversu alþingi myndi taka í málið; má vera, að hæstv. ráðh. hafi gleymt því nú, og er það þá svipað, sem um mig, því eg man t. d. ekkert eftir þeim merkisatburði, er einn af háttv. meðnefndarmönnum mínum hefir fyrir skemstu skýrt frá í blaði einu, að ráðherrann hafi barið í borðið á einum fundi millilandanefndarinnar.

Hvað orðið »statsforbindelse« snertir var það sett viljandi, til þess að sem bezt yrði náð dönsku hugsuninni, að ríkið væri eitt.

Á sama hátt var valið orðið »Söterritoriet« (sjávarsvæðið), en feld sú till. mín, að nefna hið íslenzka landhelgissvæði. Orðið »Statsforbund» (ríkjasamband) var einmitt rétta heitið og innibatt hugsun vor íslenzku nefndarmannanna; en það vildu dönsku nefndarmennirnir fyrir engan mun aðhyllast.