19.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 702 í B-deild Alþingistíðinda. (1263)

5. mál, samband Danmerkur og Íslands

Ráðherrann (H. H.):

Hinn háttv. þm. misminnir þetta, að nokkurt orð hafi fallið um, að menn væru andvígir efni allra breyt.till. Hitt er annað mál, að þá hafi þótt of langt komið samningum, til þess að vera að rífa upp aftur einstök óveruleg orðalagsatriði. En það er rangt, að nokkur hinna íslenzku nefndarmanna hafi mælt í móti þeirri till. sérstaklega, sem hér er um að ræða. Í fundarskýrslum í »bláu bókinni« á bls. 14, er að eins sagt, að till. hafi ekki fengið stuðning af hálfu vor íslenzku nefndarmannanna, og það er satt, því að við vorum mótfallnir því að sprengja alt samkomulag á síðasta augnabliki.