01.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 842 í B-deild Alþingistíðinda. (1330)

6. mál, aðflutningsgjald

Framsögumaður (Jón Ólafsson):

Það er til lítils gagns, að vera að þrátta um keisarans skegg, svo sem hér er gert nú. Það er rétt, að formlega hefir breyt.till. ekki verið feld, en efnislega hefir hún verið feld við 2. umr., og skil eg ekki, að háttv. þingd. fari svo ofan í sjálfa sig, að hún samþykki þessa breyt.till., einkum þar sem engin ný ástæða né skýring hefir fram komið henni til stuðnings.