26.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 856 í B-deild Alþingistíðinda. (1344)

7. mál, háskóli

Jón Magnússon:

Út af því, sem háttv. framsm. (J. Þ.) var að segja seinast, vil eg taka það fram, að nefndin hafði gert margar breyt.till. við frumv. og á síðasta fundi nefndarinnar var samþ. að fela skrifara að semja nefndarálitið eftir því, en svo er horfið frá því, er nefndin hafði komið sér saman um, án þess að kalla saman fund og án þess að láta að minsta kosti alla nefndarmenn vita af, og samið nefndarálit, er fer í þá átt, að ráða háttv. deild til að samþ. frv. óbreytt, fyr en komið er með álitið til undirskrifta til hvers einstaks fundarmanns.

Þessi aðferð er að minsta kosti óvenjuleg.