26.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 856 í B-deild Alþingistíðinda. (1345)

7. mál, háskóli

Hálfdan Guðjónsson:

Mér þykir dálítið undarlegur þessi ákafi, sem komið hefir fram í þessu máli. Eg skil ekki hvers vegna má ekki reifa málið nú, og taka það til meðferðar á næsta þingi, gæti skilið það, ef stofnunin ætti að taka til starfa tafarlaust, en því er ekki hér að heilsa, þar sem ekkert fé er veitt til hennar á fjárlögunum.

Eg hefi aldrei borið á móti því, að mál þetta snerti þjóðerni vort og tungu, en þess undarlegra er það, að nefndin skuli geta sætt sig við það, að láta málið fara frá sér í þeim orðabúningi, sem nú er á því. Lítur helzt út fyrir, að einhver knýjandi nauðsyn reki þá til þess, t. d. að svo mörg embættismannaefni vanti nú í landinu, að nauðsynlegt sé að fjölga þeim. Mér finst að þetta mál þurfi að undirbúa rækilega, en ekki að setja stofnun þess á stofn á pappírnum, fyr en hægt er að setja hana á stofn í reyndinni.

Eg legg því til, að málið sé ekki sþ. hér að þessu sinni.