06.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 378 í B-deild Alþingistíðinda. (135)

6. mál, aðflutningsgjald

Framsögumaður (Steingrímur Jónsson):

Eg vil að eins geta þess vegna þess, sem háttv. þm. Ísf. sagði, að eg væri með því að láta lögin verka fram fyrir sig, að þar með meinti eg alls ekki, að eg væri með svo háskalegu ákvæði, heldur hitt, ef það yrði ofan á að lögin yrðu látin verka fram fyrir sig, þá væri rétt að taka skrefið fult og láta þau t. d. gilda frá 1. jan., til þess að gera öllum jafnt undir höfði, láta ekki svo ströng og ill lög bitna á einstöku mönnum. Ef skip fer á mánudag eða þriðjudag álít eg alveg sjálfsagt að afgreiða lögin svo fljótt, að þau geti komist á því skipi, til þess að geta fengið undirskrift konungs.