28.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 871 í B-deild Alþingistíðinda. (1358)

7. mál, háskóli

Forseti (H. P.):

Eg skal geta þess, út af fyrirspurn til mín frá háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ó.), að eg tel það í fullu samræmi við þingsköpin, að flutnm. að rökstuddri dagskrá sé jafn rétthár sem flutnm. hvers annars máls, og megi því taka oftar en tvisvar til máls við sömu umr., þótt þetta sé ekki tekið fram í þingsköpunum. Háttv. 1. þm. Húnv. (H. G.) er því leyfilegt, sem flutnm. dagskrárinnar að tala oftar í máli þessu, ef hann óskar.