05.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 888 í B-deild Alþingistíðinda. (1385)

9. mál, ellistyrkur

Jón Jónsson (1. þm. N.-Múl.):

Eg vil leyfa mér að koma fram með aths. við frv. þetta. Mér þykir það ekki samkvæmt því, sem nú er efst á baugi að vilja afnema eftirlaun embættismanna, að þá skuli vera farið að leggja alþýðu manna úr landssjóði. Ekki veit eg heldur til þess, að almenningur hafi óskað þessa. Eg mundi því leggja til, að burtnumið væri, að landssjóður legði fé til þessa.

Ennfremur vildi eg breyta takmarkinu, og hafa það hið sama og stjórnin setti.

Eg álít og viðfeldnara, að breyta alþýðustyrktarsjóðslögunum í samræmi við þetta. Margir eru, sem aðstoðar þurfa við í lífinu, áður komnir séu á þennan aldur, orðnir sextugir.

Þessi ákvæði vona eg að nefndin athugi.