05.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 888 í B-deild Alþingistíðinda. (1386)

9. mál, ellistyrkur

Ráðherrann (H. H.):

Eg sé ekki að þetta frv. komi við eftirlaunum embættismanna, og ekki miðar það heldur að því að létta á sveitarsjóðunum.

Meiningin með frv. er sú, að rétta dálitla hjálparhönd gamalmennum, sem í vandræðum eru, en heldur vilja lifa við harðræði en þiggja sveitarstyrk.

Að öðru leyti leyfi eg mér að skírskota til umræðanna á síðasta þingi.