14.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 900 í B-deild Alþingistíðinda. (1402)

10. mál, vátryggingarfélag fyrir fiskiskip

Hannes Hafstein:

Það voru að eins örfá orð, sem eg vildi segja. Ein af breyt.till. nefndarinnar fer fram á að færa sjálfsábyrgðina niður úr niður í ?. Aðalatriðið í þessu máli er að fá endurtrygging í erlendum vátryggingarfélögum. Í athugasemdum stjórnarinnar aftan við frumv. var þess getið, að leitað hefði verið hófanna við erlend vátryggingarfélög um endurtrygging og að von mundi vera um að fá hjá þeim endurtrygt, einmitt með þeim sjálfsábyrgðarákvæðum, sem sett eru í stjórnarfrumv. Þar sem nú sjálfsábyrgðin er minkuð, getur vel svo farið, að endurtrygging fáist ekki, eg segi ekki að svo þurfi nauðsynlega að fara, en eg álít ákvæðið um það hættulegt, af því það er út í óvissu sett, og lítt við það unnið að öðru leyti, en getur girt fyrir það, sem er skilyrði fyrir framkvæmd laganna. Eg vildi því vara við því, að samþykkja þessa breyting.