14.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 900 í B-deild Alþingistíðinda. (1403)

10. mál, vátryggingarfélag fyrir fiskiskip

Framsögumaður (Bjarni Jónsson):

Nefndin hafði líka íhugað þetta, en þótti það ekki svo varhugavert, að hún teldi neina hættu á, að breyta ákvæðinu um sjálfsábyrgð, enda það sem fyrir nefndinni vakti, var, að heppilegast væri, að því er eigandann snertir, að sjálfsábyrgðin væri sem minst, af ástæðum, sem eg þegar hef tekið fram hér að framan.