25.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 933 í B-deild Alþingistíðinda. (1450)

17. mál, kosningar til Alþingis

Sigurður Sigurðsson:

Það er nú komið á daginn, sem ætlað var í öndverðu um þessi kosningarlög, að kjördagurinn mundi reynast óheppilegur, og skal eg ekki fara frekar út í það. En vekja vildi eg athygli væntanlegrar nefndar á því, að 10. okt eru miklar annir víða í sveitum. Þá standa réttir sem hæst, markaðir o, fl.

Því væri ástæða til að íhuga, hvort ekki mundi jafnvel henta, að kjördagurinn yrði færður enn lengra aftur, t. d. til 1. nóv. eða seint í okt.

Það hafa komið fram uppástungur um það, að binda kjördaginn við einhvern merkisdag, t. d. síðasta sumardag eða 1. dag vetrar. Tek eg þetta fram hér til íhugunar fyrir nefndina. En ef væntanleg nefnd skyldi ekki taka þessar bendingar til greina mun eg koma fram með breyt.till. síðar.