27.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1002 í B-deild Alþingistíðinda. (1491)

16. mál, aðflutningsbann

Ráðherrann (H. H.):

Hinn h. þm. Barð. (B. J.) mundi varla tala svona, ef honum væri kunnugt um alla þá erfiðleika á framkvæmd laga, sem almenningsálitið — eins og verða mundi með þessi lög — ekki telur neina óhæfu að brjóta, tökum t. d. nýju lögin um æðarfugladráp. En hvað sem þessu líður verður ekki á móti mælt, að það er harla óviðfeldið að heita þessum uppljóstrarseggjum stórfé að launum og freista þannig breyzkra manna til að »spekúlera« í falli og ávirðing meðbræðra sinna.