08.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 395 í B-deild Alþingistíðinda. (150)

6. mál, aðflutningsgjald

Gunnar Ólafsson:

Eg ætlaði að eins að gera þá litlu athugasemd við ræðu háttv. 4. kgk. þm., að honum sýnist vera það tilfinningamál að styðja vínsölu. Hann kvartaði um, að þessi breyt.till. mundi hefta vínsölu, menn gætu þá ekki keypt vínið, og verð eg að segja, að eg gæti ekki séð neitt á móti því, þó vínkaup minkuðu. En vínverð hækkar nú strax sem þessi lög eru samþykt, eins á því sem inn var flutt áður. Svo það eru ekki vínkaupendur, sem njóta þess að tillaga mín verður feld, heldur nokkrir kaupmenn, er hafa birgt sig upp eftir að þeim var kunnugt, að þessi lög voru á ferðinni.