08.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 396 í B-deild Alþingistíðinda. (151)

6. mál, aðflutningsgjald

Framsögumaður (Steingrímur Jónsson):

Mér er persónulega sama, hvort þetta gengur fram eða ekki. En hitt er satt, að mér er það kappsmál, hvort Alþingi eða þessi deild geri slíkt að lögum eða ekki. Mér þykir það ósamboðið virðing þingsins og það setur blett á mitt mannorð sem lögfræðings og alþingismanns. Persónulega má mér standa það á sama, eins og eg áðan tók fram

Eg skal leyfa mér að stinga upp á því við háttv. forseta, að hann taki málið út af dagskrá.