27.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1125 í B-deild Alþingistíðinda. (1527)

19. mál, lífsábyrgð sjómanna

Flutningsmaður (Jón Þorkelsson):

Eg hefi ekki mikið um frumv. þetta að segja. En það fer fram á augljósa breytingu til stórra bóta. Aðalefnið er, að eftir þessu frumv. eiga allir íslenzkir sjómenn að vera vátrygðir, án tillits til þess, hvað þeir stunda, eða hvert þeir fara, og skuldheimtumenn eiga engan aðgang að lífsábyrgðarfé þeirra. Eg vil geta þess, að í frv. þessu eru lítilsháttar prentvillur, en þær munu verða lagaðar, svo að þær komi ekki til meins. Að öðru leyti skal eg ekki fjölyrða um frumv. þetta. En eg sting upp á 5 manna nefnd, til að athuga málið.