27.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1133 í B-deild Alþingistíðinda. (1539)

20. mál, fræðsla barna

Framsögumaður (Hálfdan Guðjónsson):

Eg vona, að frumv. þetta þurfi ekki að kosta miklar umræður. Eg finn ekki ástæðu til, að taka fram neitt annað sérstakt en það, sem stendur í áliti nefndarinnar. — Breyting sú, sem frv. fer fram á, er að eins dálítil rýmkun á fræðslulögunum frá seinasta alþingi, og eg get ekki séð, að það sé varhugavert að samþykkja hana. Nefndin hefir að eins gert lítilfjörlegar orðabreytingar við frumv.

Eg vil leyfa mér að leggja til, að málinu sé vísað til 2. umr.