27.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1134 í B-deild Alþingistíðinda. (1543)

20. mál, fræðsla barna

Ráðherrann (H. H.):

Eg verð að halda því fast fram, að betur fari að steypa frumv. saman og að viðkunnanlegra sé að hafa það að eins eitt.

Þótt breytingin, sem annað frumv. fer fram á sé að eins breyting á einu ártali, þá verður það að álítast efnisbreyting. Það er hægurinn hjá að koma samsteypunni á, er ekki þarf annað en bæta við þetta frumvarp, sem nú liggur fyrir, einni ártalsbreyting, og taka hitt aftur.