10.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1149 í B-deild Alþingistíðinda. (1571)

89. mál, varabiskup

Jón Magnússon:

Frumv. það, sem nú var samþ. að vísa til 3. umr., virðist mér mega skoða sem nokkurs konar breyt.till. við stjórnarfrumv. — Ef það væri svo, þá hefði deildin í rauninni að eins sagt að hún vildi þannig lagaákvæði heldur en stjórnarfrumv. óbreytt, en hún hefir ekkert sagt um það, hvort hún mundi ekki aðhyllast stjórnarfrumv. með þessari breytingu. eg álít því réttast að taka málið út af dagskrá.