10.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1150 í B-deild Alþingistíðinda. (1574)

89. mál, varabiskup

Forseti (H. P.):

Þar sem komið hefir fram allmikill skoðanamunur um það, hvort álíta beri frumv. þetta fallið eða ekki, þá finst mér réttast að bera málið undir atkv. háttv. deildar, þótt eg fyrir mitt leyti sé í engum efa um, að stjórnarfrumv. sé gersamlega fallið, samkvæmt atkv.gr. um hitt málið. Þegar tveir vígslubiskupar eru sþ. liggur í hlutarins eðli, að frumv. um einn vígslubiskup er úr sögunni. En fyrir kurteisis sakir skýt eg þessu undir álit deildarinnar.