13.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1169 í B-deild Alþingistíðinda. (1591)

21. mál, vígslubiskupar

Sigurður Gunnarsson:

Þar, sem h. framsm. þessa máls, 1. þm. Rangv. (E. P.) er ekki viðstaddur, þá vil eg leyfa mér fyrir hönd nefndarinnar, sem skipuð var í deildinni í þessu máli í vetur, að lýsa því yfir, að þótt háttv. Ed. hafi breytt frumv. allmikið, þá eru það form- en ekki efnisbreytingar. Vér nefndarmenn getum því fallist á frumv., eins og það liggur nú fyrir, og vil eg því ráða háttv. þingd. til að samþ. það án breytinga, og koma þannig í veg fyrir, að það mæti meiri hrakning, en þegar er orðið.