13.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1171 í B-deild Alþingistíðinda. (1595)

21. mál, vígslubiskupar

Jón Sigurðsson:

Það er nú orðið ljóst, að tveir þm. hafa ætlað að koma fram með breyt.till. við frumv. þetta, og að þær eru að eins ókomnar úr prentsmiðjunni.

Eg er ekki ánægður með, að málið sé afgreitt frá háttv. deild, eins og það liggur nú fyrir, og vil því leyfa mér að styðja þá till., að háttv. forseti taki málið út af dagskrá, eða, að minsta kosti beri það undir álit deildarmanna, hvort svo skuli vera.