09.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1186 í B-deild Alþingistíðinda. (1618)

24. mál, kornforðabúr

Flutningsmaður (Sigurður Sigurðsson):

Eg get verið stuttorður um þetta mál. Stjórn búnaðarfélagsins fór þess á leit við stjórnarráðið, að það ætlaði fé til lána þeim sveitum, er þess vildu óska í því augnamiði, að koma á fót kornforðabúrum. Landsstjórnin hefir orðið við þessum tilmælum, og hefi eg því í samráði við formann búnaðarfélagsins flutt frumv. þetta inn á þingið.

Eg skal ekki fara út í það, hve nauðsynlegar slíkar stofnanir eru hér á landi, einkum þar sem svo er ástatt, að ís getur lokað höfnum um langan tíma, og það þegar verst gegnir. Þetta skilja allir, og þá eigi síður hitt, hve illar afleiðingar þetta getur haft í harðindum og heyleysi. Allvíða virðist vera áhugi manna á þessu máli, og enda sumstaðar þegar komin upp vísir til forðabúra.

Eg álít því fulla nauðsyn þess, að heimildarlög um þetta efni séu hér til.