11.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1232 í B-deild Alþingistíðinda. (1653)

27. mál, kosningarréttur og kjörgengi

Ráðherrann (H. H.):

Mér finst, að orðalagið á einum stað í þessu frumv. hljóti að vera rangt. Eg á við orðið »sbr.« í 5. gr.; það á víst að vera og (í staðinn fyrir samanber), því hér er að ræða um skírskotun til tveggja lagaboða, en ekki skýring á einu lagaboði. (Skúli Thoroddsen: Þessi athugasemd mun vera réttmæt).