26.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1237 í B-deild Alþingistíðinda. (1669)

28. mál, útlent kvikfé

Framsögumaður (Sigurður Sigurðsson):

Eg verð að lýsa því yfir til mikillar sorgar fyrir 2. þm. S.-M. (J. Ó.), að nefndin getur ekki tekið till. hans til greina. Benti hann á ýmislegt mjög svo nýstárlegt, en svo vitlaust, að það getur ekki heitið ráðlegging. Eg verð að fræða hann á því, að maður, sem miklu betur veit en hinn háttv. þm. S.-Múl. (J. Ó.), nefnilega dýralæknir, segir, að það hafi alloft átt sér stað, að útlendir hundar flyttu með sér hundapest. Eg vona, að háttv. deild telji ekki eftir sér að standa upp við 3. um., og þótt hinn háttv. þm. sitji, verða nógu margir til þess að samþ. þetta atriði.