22.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1252 í B-deild Alþingistíðinda. (1701)

46. mál, verslunarbækur

Björn Kristjánsson:

Eg ætla að minnast á 2. gr. viðvíkjandi ákvæðinu um afritið af því, sem fært er í frumbókina. Þetta mundi alveg ómögulegt, ef ös væri og mikið að gera í búðinni. Að vísu mætti nota kalkepappír, en þá þarf að skrifa í bókina með blýant, og virðist mér það mjög óheppilegt að færa bækur með blýant, sem sönnunargildi eiga að hafa. Blýantsskriftin getur líka máðst.