27.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1263 í B-deild Alþingistíðinda. (1719)

32. mál, friðun silungs

Framsögumaður (Pétur Jónsson):

Frumv. þetta er — eins og sést — frá landbúnaðarnefndinni, sem hefir komið fram með það eftir tilmælum úr einni sveit, þar sem silungsveiði er mikið stunduð, Mývatnssveit. Menn þar hafa fundið mjög til þess, að ákvæði þurfi að setja, sem tryggi það, að silungurinn gangi eigi alveg til þurðar. Bæði er það, að smásilungur er veiddur mjög þegar hann næst, en einkum er það þó riða-silungurinn, sem einlægt er veiddur um riðatímann og á sjálfum riðastöðvunum. Þetta hvorttveggja veldur því, að viðkoman nægir eigi til að halda við silungsmergðinni, heldur gengur silungurinn þvert á móti til þurðar. Hér þarf því löggjöfin að hlaupa undir baggann. Í frumv. þessu er að eins farið fram á, að einstakar sveitir eða bygðir eða sýslufélög geti gert bindandi samþyktir fyrir héraðsbúa með samþykki frá ? þeirra manna, sem veiðirétt hafa á þeim svæðum, er samþyktin á að ná yfir. Þetta eru því ekki almenn lög, heldur heimild til samþykta líkt og fiskiveiðasamþykta. Eg óska að málið nái fram að ganga sem fljótast og liðlegast hér í deildinni. Það er mikil nauðsyn á frumv., en hins vegar ekkert athugavert, þótt það verði að lögum.