29.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1266 í B-deild Alþingistíðinda. (1724)

32. mál, friðun silungs

Skúli Thoroddsen:

Eg skal játa, að mig brestur mjög þekkingu í þessu máli; eg hefi aldrei verið þar, sem um verulega silungsveiði hefir verið að ræða. En eg tel bæði réttara og sérstaklega meiri tryggingu fyrir því, að rétti engra sé misboðið, ef áskilið er að á samþyktarfundum greiði ? veiðieigenda frumv. sýslunefndarinnar atkv., en ekki að eins ?, eins og tíðkast í öðrum samskonar lögum. Þess vegna beindi eg fyrirspurninni til h. frmsm., hvort það væri af nokkrum sérstökum ástæðum, að breytt væri frá því, sem vanalegt hefir verið, og varð eg eigi fróðari af svari hans, gat eigi fundið, að eg fengi þar fullnægjandi skýringu á því, að nauðsyn væri að breyta til. En ef til vill íhugar þm. S.-Þing. (P. J.) þessa bendingu mína betur, áður en næsta umr. um málið fer fram.