29.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1266 í B-deild Alþingistíðinda. (1725)

32. mál, friðun silungs

Framsögumaður (Pétur Jónsson):

Mér finst ? ekki svo lítill meiri hluti í sjálfu sér. Hafi háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.), ekki skilist það, sem eg sagði, er eg fús að skýra það betur. Mér er kunnugt um, að í vötnum eru riðastöðvar oftlega á litlu svæði. Svæði þessu ræður máske einn maður eða fáir menn, og geta þeir setið yfir hlut allra annara, með því að koma í veg fyrir réttmæta friðun á riðsilungnum, sem að réttu lagi er eign allra veiðieigenda vatnsins. Eg skal geta þess og, að þessi ákvæði eru ekki hættuleg fyrir mína sveit.

Annars er hér ekki um neitt stóratriði að ræða, hvort heimta skuli ? eða ? atkvæða.