01.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1274 í B-deild Alþingistíðinda. (1742)

34. mál, dómþinghá Keflavíkur

Björn Kristjánsson:

Það mun ekki þurfa langt að mæla fyrir þessu frv. Það var samþ. í Ed. næstum umræðulaust.

Með breyting á 4. gr. sveitarstjórnarl. 1905 fekk Keflavík tækifæri til að verða sérstakur hreppur. En þing verða Keflvíkingar nú að sækja út í Garð, 2—3 klukkustunda leið, þótt leið sýslumanns liggi um hjá þeim. Þar sem nú frumv. sparar þeim ferðalög og engum getur orðið það til meins, geri eg ekki ráð fyrir því, að nokkur hreyfi mótmælum gegn því, að frumv. verði að lögum. Eg vona því að það verði samþ. hér í deildinni.