14.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1277 í B-deild Alþingistíðinda. (1748)

36. mál, sala á Kjarna

Jón Jónsson (1. þm. N.-Múl.):

Mér þykir sem til álita geti komið, hvort verð jarðarinnar er ekki sett of lágt, vegna þess að jörðin er góð og vel í sveit sett nálægt kaupstað.

Eg skal líka geta þess, að eftir því sem jarðir ganga kaupum og sölum í mínu bygðarlagi, verður hundraðið þar talsvert dýrara en á þessari jörð, sem mun vera kostajörð, þar sem bent var á hana fyrir skólasetur.