01.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1315 í B-deild Alþingistíðinda. (1797)

41. mál, bankavaxtabréf

Ráðherrann (B J.):

Eg vil að eins taka það fram, að ef þetta frumv., er nú liggur fyrir hér í deildinni, verður felt, og ef ekki lánast heldur að koma fram Íslandsbankafrumv. Í Ed., þá er landið mjög illa statt. Mér virðist því — eins og á stendur — að það sé ábyrgðarhluti, jafnvel þótt menn séu þessu frumv. mótfallnir, að lofa því ekki að lifa, þangað til útséð er um, hvernig hinu reiðir af; þá er nógur tíminn að fella þetta frumv., ef hitt fer vel.

Eg þykist ekki þurfa að skýra það frekar, að það væri háski, ef bæði þessi frumv. féllu nú í valinn, enda nógur tíminn að koma þessu frumv. fyrir kattarnef, ef hinu verður borgið.